Skip to content

Arinbjörn Sigurgeirsson

frá Bjargi, slóðum Grettissögu

Reynslubolti á besta aldri, hættur daglegri launavinnu.
Býð nú textaþjónustu – markmiðið er að gera texta betri.

Uppruni og lífsferill

Ég er bóndasonur, fæddur 4. ágúst 1956. Ólst upp á Bjargi í Miðfirði í Húnaþingi vestra hjá þremur eldri systkinum og foreldrum okkar, Sigurgeiri Karlssyni og Önnu Vilhelmínu Axelsdóttur.
Þar á ég enn sterkar rætur og kenni mig oft við Bjarg, – ,,Arinbjörn frá Bjargi, slóðum Grettissögu“.

Eftir grunnskóla og landbúnaðarstörf fór ég 16 ára til fjölbreytts náms og starfa í Reykjavík næstu áratugina.
Námið var verklegt og bóklegt, á framhalds- og háskólastigi, auk margra námskeiða.
Störfin og verkefnin voru fjölbreytt, allt frá járnsmíðum og lögreglustörfum í byrjun og þar til ég lauk daglegum launuðum störfum í dómsmálaráðuneytinu haustið 2017, rúmlega sextugur. Textavinna var talsverður hluti starfa minna.

Ýmis áhugamál og félagsstörf; ljósmyndun, bassaleikur, kórsöngur, ritari, formaður og gjaldkeri í félögum og fleira skemmtilegt og gefandi. 

Var ráðherraskipaður í nefnd á vegum Alþingis, til að reyna að draga úr vægi verðtryggingar, ásamt  þingmönnum, fulltrúum ráðuneyta og Seðlabanka og fleiri góðum. 

Ég er giftur Láru Davíðsdóttur, fyrrum hárgreiðslumeistara og verslunareiganda, 3 uppkomin börn. 
Árið 2012 fluttumst við Lára með verslunarrekstur okkar frá Reykjavík austur á Selfoss. Seldum reksturinn 2016.

Við Lára búum á sumrin í parhúsi okkar á Selfossi og yfir vetrarmánuðina í eigin íbúð á Spáni. 
Ferðalög og golf, gríp í smíðar og aðrar  framkvæmdir, stöku leiðsögn, spila á bassa, ljósmynda, spila tölvuleiki, les góðar bækur og sinni textagerðinni sem hér er kynnt. 

Ég er vel síma- og nettengdur og með góðan tölvubúnað á Íslandi og Spáni og áfram tilbúinn í skemmtilega og krefjandi textaþjónustu sem verktaki í hlutastarfi næstu árin.

Eftir þetta lífshlaup get ég sagt að ég sé reynslubolti, með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu.

Gildi og eiginleikar

Ég stend við orð mín, hef ríka réttlætiskennd, tala helst ekki illa um neinn og virði aðra að verðleikum.
Er jákvæður, bjartsýnn og áhugasamur og legg metnað í að skila vönduðu verki.
Hef skipulags- og leiðtogafærni, er nákvæmur og með yfirsýn, með frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum og sterkur í eftirfylgni.
Hef góða reynslu og færni í mannlegum samskiptum, gengur vel að ná sambandi við fólk og er ljúfur í viðmóti. En get samt verið fastur fyrir og fylgt málum vel eftir, með kurteisi og festu.
Vel kynntur og hef gott tengslanet, eftir fjölbreytt nám og vinnu, félagsstörf, ferðalög og áhugamál.

Menntun, helstu atriði

2022

 

2016 – 2017

Inger Lise Kontochristos – Noregi
Become a freelance translator – full program – Námskeið í þýðingum.

Fræðslunetið á Selfossi, í samstarfi við Leiðsöguskólann í Kópavogi.
Svæðisleiðsögn.

1997 – 1998
1991 – 1992
Endurmenntun Háskóla Íslands.
Rekstrarfræði og áður Rekstrar- og viðskiptanám – Rekstrarfræðingur.
1990Stjórnunarfélag Íslands.
Stjórnunarnám. Fyrir forstöðumenn og aðra stjórnendur í einka- og opinberum rekstri.
1989 – 1990Háskóli Íslands, lagadeild.
Lögfræðinám. Einn vetur í lögfræði, góður grunnur og innsýn í lögfræði, hefur nýst vel.
1985 – 1989Menntaskólinn við Hamrahlíð – Öldungadeild.
Stúdent af félagsfræðabraut, 142 einingar, eftir fjögurra ára nám með fullu starfi.
1977 og 1979Lögregluskóli ríkisins.
Lögreglumaður.
1985-1987Tryggingaskólinn.
Vátryggingar, ábyrgðartryggingar I og II.
1972-1976Iðnskólinn í Reykjavík.
Sveinspróf í vélvirkjun – mest járnsmíði.

Mörg námskeið
 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Og hjá ýmsum öðrum skólum og fræðsluaðilum.
Meðal annars: 

Excel, Word, Power Point, Visio, gagnagrunnstengd vefsíðugerð og fleira tölvutengt.
Gæðastjórnun, verkefnastjórnun, árangursstjórnun, tímastjórnun og stjórnun.
Stefnumótun, forystuhlutverk, samningatækni og EFQM sjálfsmatslíkan.
Sveitarstjórnarlög, stjórnsýsla, ræðumennska, tungumál og fleira.

Starfsreynsla og verkefni, helstu atriði

Hér eru tilgreindir flestir vinnustaðir, starfsheiti og helstu þættir sem tengjast textareynslu.

 

2016 –2022Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu. Umsjónarmaður 8 orlofshúsa.
Hlutastarfs-verktaka, með Láru konu minni, fyrst fyrir SFR sem síðar varð Sameyki.
Fyrst allt árið, en svo yfir sumarið. Mikið af tölvupóstum, uppfærslur leiðbeininga og fleira.
2016 – 2017Innanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið Sérfræðingur, fjármál og textavinna.
Tímabundin afleysingarráðning. Helstu þættir tengdir textavinnu:
Samskipti við undirstofnanir ráðuneytanna, fjármálaráðuneyti, Fjársýslu ríkisins og Ríkisendurskoðun.
Upplýsingaöflun og svörun fyrirspurna Alþingis.
Fjárlagavinna, ritun fundargerða og minnisblaða.
Textayfirlestur og leiðréttingar fjárlagatexta.
Þátttaka í innleiðingu nýrra laga um opinber fjármál, þróun samskiptakerfa stjórnarráðsins. Og fleira.
2012 – 2016Evíta gjafavörur – eigin rekstur okkar hjónanna, seldur og afhentur í júlí 2016.
Rekstur innflutnings- og smásöluverslunar:
Markaðsetning, uppbygging og umsjón heimasíðu, vefverslunar og Facebook-síðu, svör við fyrirspurnum og fleira.
1999 – 2011Hafnarfjarðarkaupstaður – 3 starfsheiti.
Skólaskrifstofa. Fjármálastjóri. 1999 – 2003.
Rekstrarsvið. Verkefnastjóri. 2003 – 2007.
Aðalskrifstofa. Gæðastjóri. 2007 – 2011.
Mótun og innleiðing stefna, úttektir, hagræðing, hugarflug og teymisvinna.
Árleg ritstjórn greinargerðar fjárhagsáætlunar.
Öflun og úrvinnsla upplýsinga í texta og töflur og tölfræði-vefútgáfa ,,Hafnarfjarðarbær í tölum”.
Samræming og vefuppfærsla fjölbreyttra gjaldskráa bæjarins.
Verkefnisstjórn við innleiðingu árangursstjórnunar, samningagerð og starfsáætlanir.
Fundargerðir og námskeiðahald um markvissa fundi og ritun fundargerða,
Greining og skjalfesting verkferla. Og fleira.
1997 – 1999Tæknival – 3 starfsheiti.
Markaðsfulltrúi, verkefnastjóri netþjónustu og gæðastjóri þjónustusviðs.
Endurgerð þjónustusamninga, markaðssetning og sala. Heildarumsjón dýrra erlendra sérfræðinámskeiða.
Verktilboð og stýring.
Greining og skjalfesting verkferla. Stefnumótun, ár 2000 skýrslur og fleira.
1995 – 1996
1987 – 1988
Hótel Ísland. Markaðs- og veitingastjóri. Markaðsefni, samningar og tölvupóstar.
Fimm veitingastaðir Ólafs Laufdal, Birgðaeftirlit og umsjón (í hléi frá Sjóvá).
1994 – 1995Hótel Saga. Innra eftirlit. Gæðaskjöl.
1993 – 1994Fasteignasalan Kjöreign. Sölumaður fasteigna. Sölulýsingar og auglýsingar.
1985 – 1993Sjóvá. Tjónauppgjör og tryggingasvikarannsóknir. Tjónalýsingar og kærubréf.
1982 – 1985Rannsóknarlögregla ríkisins. Rannsóknarlögreglumaður. Mikil og krefjandi skýrslugerð.
1977 – 1982Lögreglan í Reykjavík og Húnavatnssýslum. Lögreglumaður. Mikil skýrslugerð.
1973 – 1976Vélsmiðjan Trausti og Iðnskólinn. Iðnnám og sveinspróf í vélvirkjun, mest járnsmíði.